20. október. 2004 03:48
Útibússtjóraskipti hjá KB banka
Útibússtjóraskipti verða hjá KB banka á Akranesi þann 1. desember næstkomandi. Örnólfur Þorleifsson sem gegnt hefur starfinu um langt skeið, hefur sagt starfi sínu lausu en við því tekur Svanborg Þórdís Frostadóttir sem undanfarin 8 ár hefur gegnt sambærilegu starfi á Blönduósi.
Svanborg er gift Ófeigi Gestssyni, sem er mörgum Borgfirðingum að góðu kunnur, en hann var lengi búsettur á Hvanneyri, starfaði sem frjótæknir og var m.a. virkur félagi í Ungmennasambandi Borgarfjarðar. Svanborg og Ófeigur eiga saman eitt barn en Svanborg á auk þess tvo eldri syni um tvítugt, sem hafa báðir gert það gott í knattspyrnu m.a. með meistaraflokki Fram.