Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2004 03:50

Rúta fauk og valt undir Akrafjalli

Mestu mildi má telja að ekki varð stórslys þegar rúta með um 45 starfsmönnum Norðuráls fauk út af veginum undir Akrafjalli snemma í morgun. Hvassviðri var á þessum slóðum og miklir sviftivindar, en rútan fór útaf veginum um 300 metra sunnan við afleggjarann að Rein. Um borð í rútunni voru starfsmenn Norðuráls á leiðinni á vakt, flestir þeirra búsettir á Akranesi.
Segja má að slys á fólki hafi verið lítil þegar tekið er tillit til aðstæðna og þess að fæstir farþega voru í öryggisbeltum þegar óhappið átti sér stað. Enginn reyndist alvarlega slasaður en nokkrir með beinbrot, mar og minni háttar skaða. Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri SHA sagði í samtali við Skessuhorn að 10 menn hefðu verið lagðir inn á spítalann, en aðrir fengu að fara heim að rannsókn lokinni. “Meiðsli fólksins hafi verið mjög mismunandi. 12 hafi verið með sáraskaða, en í því felast meiri eða minni meiðsli svo sem beinbrot. „Af þessum mönnum voru 10 lagðir inn og tveir af þeim voru sendir til frekari rannsókna á Landsspítalann - háskólasjúkrahús í Reykjavík,“ segir Guðjón. Hann segir að allt hafi gengið skipulega fyrir sig við móttöku og aðhlynningu svo margra sjúklinga, þótt þröng hafi verið á þingi þar sem fljótlega hafi borið að fjölskyldur fólksins. Guðjón sagði jafnframt að lán hafi verið í óláni að klukkan átta um morguninn hafi verið vaktaskipti á sjúkrahúsinu. Sömuleiðis hafi starfsemi á skurðdeildum ekki verið hafin. Því hafi allt tiltækt starfsfólk sjúkrahússins verið á staðnum til að sinna hinum slösuðu.
Áfallahjálparteymi SHA bauð öllum sem í slysinu lentu að þiggja hjálp sérfróðra eftir hópslys af þessu tagi. Á morgun, miðvikudag, átti síðan að funda með öllum starfsmönnum sem í slysinu lentu þar sem rætt var við fólkið og farið yfir málin frá því slysið átti sér stað. “Þetta gerum við bæði fyrir fólkið sem í þessu lenti og okkur á SHA til að læra af reynslunni og fara yfir hvernig hópslysaáætlunin gekk eftir.”
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is