18. október. 2004 06:02
Varað við akstri hjá Hafnarfjalli og á Kjalarnesi
Aftakaveður gekk yfir landið fyrr í dag. Undir Hafnarfjalli var mikið hvassviðri um miðjan dag og varaði lögreglan í Borgarnesi fólk eindregið við að fara þar um. A.m.k. fjórir bílar fóru útaf veginum á þessum slóðum í dag og einn minniháttar árekstur varð vegna hvassviðrisins. Veðurofsi hefur verið víða um land í dag og hafa vindhviður á Kjalarnesi farið vel yfir 40 metra á sekúndu.
Samkvæmt veðurspá dregur heldur úr veðri á morgun en áfram er þó búist við hvössu og allhvössu veðri og getur vindraði farið í 25-35 m/sek í hviðum.