25. september. 2004 11:28
Með fíkniefni í Borgarfirði
Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði tvo rúmlega tvítuga menn við umferðareftirlit aðfararnótt laugardags og vaknaði þá grunur um að þeir hefðu gerst sekir um fíkniefnamisferli. Í ljós kom að mennirnir höfðu lítilræði af fíkniefnum meðferðis og í bifreiðinni voru einnig tæki til neyslu þeirra. Mennirnir voru handteknir og færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu. Þeir játuðu brotið og telst málið upplýst.