13. október. 2004 01:48
Eftirspurn eftir ál til matvælavinnslu
Í Bændablaðinu, sem kemur út á morgun, er greint frá því að fyrirtækið Sægreifinn í Reykjavík auglýsir eftir landeigendum til að veiða fyrir sig ál til vinnslu. Álaveiðar eru stundaðar á landinu allt frá Höfn og vestur um og norður til Eyjafjarðar. Hér á Vesturlandi er hægt að ná talsvert góðri veiði í ám og lækjum t.d. á Mýrum og á Snæfellsnesi. Sægreifinn greiðir 500 krónur fyrir kílóið af ferskum ál og skaffar auk þess gildrur til veiðanna. Dæmi eru um að menn hafi veitt nokkra tugi kílóa í gildrur milli vitjana og því er ljóst að hér getur verið um verulega búbót að ræða. Hægt er að veiða ál frá því snemma á vorin og fram á haust, eða þar til fer að frysta.