12. október. 2004 08:32
Klumba í biðstöðu
Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hafa eigendur Fiskverkunarinnar Klumbu sem brann í síðasta mánuði, hug á að reisa nýtt húnsæði fyrir starfsemina. Skipulagsstofnun hefur hinsvegar kveðið upp þann úrskurð að ekki sé heimilt að endurbyggja fiskverkunina á þeim stað sem hún stóð þar sem hún sé á rauðu snjóflóðasvæði. Málið er því í biðstöðu og óvíst hvar eða hvort verður byggt.