26. október. 2004 08:33
Hótel Barbró skiptir um eigendur
Hjónin Hilmar Björnsson og Hanna Rúna Jóhannsdóttir hafa selt eignir og rekstur Hótels Barbró á Akranesi. Kaupandinn er Kirkjubraut ehf., félag í eigu feðganna Aðalsteins Gíslasonar og Stefáns Hafliða Aðalsteinssonar. Hanna Rúna sagðist í samtali við Skessuhorn vera ánægð með að þau hafi nú selt. “Við höfum rekið hótelið í 23 ár, fyrstu 11 árin á Skólabraut 37 en síðan hér á Kirkjubraut 11. Þetta er búinn að vera ágætur tími, en tímabært að gefa öðrum tækifæri á að spreyta sig á rekstrinum.” Hún segir að þau hjón reki staðinn til næstu mánaðamóta en þá taki nýju eigendurnir við.