22. október. 2004 04:37
Breyttar reglur skjaldarmerkis Akraneskaupstaðar
Bæjarráð Akraneskaupstaðar hefur staðfest endurskoðaðar reglur um notkun skjaldarmerkis bæjarfélagsins, en það hefur verið óbreytt frá því í maí 1965. Ekki eru gerðar breytingar á merkinu sjálfu heldur er tekið á notkun þess innan bæjarkerfisins m.a. varðandi bréfsefni og vefsíður stofnana svo og notkun annarra aðila svo sem félagasamtaka. Breytingarnar fela m.a. í sér staðfestingu á stærð og hlutföllum í skjaldarmerki, leyfilega liti og fleira. Reglurnar í heild sinni er að finna á vef Akraneskaupstaðar á slóðinni www.akranes.is