13. ágúst. 2013 06:05
Netabáturinn Keilir II AK-4 sem gerður hefur verið út af Friðriki Magnússyni frá Akranesi var nýlega seldur til Blikabergs á Flateyri. Keilir II hefur einnig fengið nýtt nafn og heitir nú Óli G ÍS-122. Keilir II sem smíðaður var á Akranesi árið 2003 var notaður til netaveiða allan ársins hring frá Akranesi og Arnarstapa og hefur reglulega verið efstur á þeim stöðum í aflatölum Skessuhorns. Keilir II var seldur til Flateyrar en þaðan var allur kvóti bátsins áframseldur yfir á Örvar SH-777 sem er í eigu Hraðfrystihúss Hellissands í Rifi.