Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. ágúst. 2013 10:01

Vildi geta sinnt skólastjórastarfinu enn betur

Sígilt orðatiltæki í íslensku máli um þá sem eiga sér mörg viðfangefni er; „að hafa margt á prjónunum.“ Það á ákaflega vel við Hrönn Ríkharðsdóttur skólastjóra Grundaskóla á Akranesi og fyrrverandi bæjarfulltrúa. Auk þess að fást við margt bæði í starfi og leik, er Hrönn mikil hannyrðamanneskja. Á öllum fundum er hún með prjónana, m.a. þegar hún situr stjórnarfundi hjá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem hún er fulltrúi Akraneskaupstaðar. Stjórnarmenn OR hafa verið að gantast með að Hrönn ætti að prjóna merki fyrirtækisins í allar flíkurnar sem hún prjónar á fundum.

„Ég prjóna allar algengustu ullarflíkur, svo sem peysur, sokka og vettlinga, bæði á fjölskylduna og til gjafa. Mér finnst óskaplega skemmtilegt að geta gefið það sem ég prjóna. Persónulegar gjafir eru alltaf skemmtilegar,“ sagði Hrönn þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hana að máli í Grundaskóla á dögunum. Það var rétt í þann mund sem starfsfólk skólans var að mæta til vinnu að nýju eftir sumarfrí og undirbúa nýtt skólaár.

 

Sjá nánar viðtal við Hrönn Ríkharðsdóttur skólastjóra Grundaskóla og fyrrverandi bæjarfulltrúa á Akranesi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is