Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. ágúst. 2013 11:51

Íslandsmót í hrútadómum verður á laugardaginn

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Framundan er svo stærsti viðburður ársins, Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, sem verður haldið laugardaginn 17. ágúst og hefst kl. 14:00 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra og hræddra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. Síðasta ár sigraði Kristján Albertsson á Melum í Árneshreppi og var það í þriðja sinn sem hann vann keppnina. Í öðru sæti á síðasta ári var

Eiríkur Helgason í Stykkishólmi og Helga Guðmundsdóttir í Stykkishólmi í því þriðja.

 

 

Á Sauðfjársetrinu eru nú uppi tvær sérsýningar, fyrir utan fastasýningu safnsins sem ber yfirskriftina Sauðfé í sögu þjóðar. Önnur er listsýning á þæfðum myndum eftir listakonuna Margréti Steingrímsdóttir frá Siglufirði og hin er sögusýning sem fjallar um hagleiksmanninn Þorstein Magnússon á Hólmavík. Þar er fjallað um ævi hans og störf og sýndir listilega vel gerðir smáhlutir sem hann smíðaði og seldi, eftirlíkingar af amboðum sem tilheyrðu gamla sveitasamfélaginu.

 

Safnið er opið alla daga milli 10-18 út ágústmánuð og um helgar í september. Í haust er stefnt að frekari viðburðum og fyrirlestrum, m.a. sviðaveislu. Þann 7. september verður líka opnuð ný sérsýning á Sauðfjársetrinu sem hefur yfirskriftina Álagablettir. Í tengslum við opnunina verður málþing um þjóðtrú og er dagsetningin 7-9-13 sérstaklega valin með viðfangsefnið í huga.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is