26. ágúst. 2013 11:34
Þýsk hjón, ferðamenn á Snæfellsnesi, reyndust heppin að hafa ekki verið í tjaldi sínu í morgun þegar eldur varð skyndilega laus í því á tjaldstæðinu á Hellissandi. Tjaldið varð alelda á svipstundu. Slökkvilið Snæfellsbæjar var kallað út á ellefta tímanum og tók slökkvistarfið skamma stund. Að sögn vitna kviknaði eldurinn út frá steinolíuprímusi sem valt á hliðina með fyrrgreindum afleiðingum.