27. ágúst. 2013 08:01
Hagstofa Íslands gaf nýverið út spá um mannfjöldaþróun hér á landi 2013-2060 í ritröðinni Hagtíðindi. Þrjú afbrigði eru gerð af spánni; lágspá, miðspá og háspá og miða spárnar við ólíkar forsendur um fjölda barna á ævi hverrar konu og búferlaflutninga. Mannfjöldi á Íslandi er nú 323.810 og samkvæmt lágspánni verða Íslendingar 387.597 árið 2060, samkvæmt miðspánni verða þeir 430.545 og samkvæmt háspánni 490.976. Allt tímabilið er gert ráð fyrir jákvæðum flutningsjöfnuði. Meðalævi mun halda áfram að lengjast hjá bæði körlum og konum. Nú geta nýfæddir drengir vænst þess að verða 80,8 ára gamlir og stúlkur 83,9 ára. Við lok spátímabilsins mun meðalævi drengja vera 86,8 ár og stúlkna 88,2 ár.