26. ágúst. 2013 06:26
Bíll, sem ekið var um Hvalfjarðargöng síðdegis í dag, bilaði í göngunum. Draga þurfti bílinn í hliðarskot í göngunum og var lokað fyrir umferð á meðan í öryggisskyni. Töluvert langar raðir mynduðust meðan þetta fór fram, en umferð hefur nú verið hleypt um göngin að nýju.