Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2013 10:01

Auka þarf gæðin í þjálfuninni til að bæta upp minni iðkendafjölda

Í knattspyrnunni ekkert síður en í öðrum íþróttagreinum hafa síðustu árin verið gerðar auknar kröfur um að yngra flokka starfinu sé vel sinnt. Einn af reyndari þjálfurum sem starfar hjá ÍA við þjálfun yngri flokka í fótboltanum er Kristinn Guðbrandsson. Hann kom frá Keflavík fyrir tveimur árum og er sambýlismaður knattspyrnukonu á Skaganum sem gerði garðinn frægan í kvennaboltanum á árum áður, Steindóru Steinsdóttur, sem varði mark sigursæls liðs Skagakvenna. Bæði kenna þau Steindóra og Kristinn við Grundaskóla, en auk þess hefur hann þjálfað 6. flokk frá haustinu 2011 og 2. flokk karla frá síðasta hausti. „Það er að mörgu leyti ágætt að búa hérna á Akranesi. Rólegur staður, mjög áþekkur Keflavík, en ég verð nú að viðurkenna að stundum sakna ég svolítið bernskuhaganna,“ sagði Kristinn í spjalli við Skessuhorn.

Kristinn segir að samkeppnisstaða íþróttafélaga birtist ekki síst í þeim mikla mun sem er á milli iðkendafjölda í félögunum. „Landslagið hefur verið að breytast mikið í boltanum. Það birtist meðal annars í því að félögin í fjölmennari íbúahverfunum eru að senda mun fleiri lið á mót en fámennari staðirnir. Félög eins og Afturelding og Fjölnir eru að koma upp með öflugt barna- og unglingastarf.“ 

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is