29. ágúst. 2013 04:10
Spáð er mikilli rigningu á Vestur-, Suðvestur-, Suður- og Suðausturlandi seint í dag og fram yfir hádegi á föstudag. Búast má við mestri úrkomu í kringum fjöll og jökla á þessum svæðum og þar gæti sólarhringsúrkoma farið vel yfir 100 mm. Einkum er varað við vexti í ám á Snæfellsnesi, á Hvítársvæðinu, bæði vestan við Langjökul í Borgarfirði, sem og suður af jöklinum, en einnig kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul og við sunnanverðan Vatnajökul. Vöð yfir ár á þessum svæðum geta orðið varhugaverð.
Vakin er athygli á uppfærðri spá Veðurstofunnar nú síðdegis í dag. Enn er gert ráð fyrir slæmu veðri víða um land. Allar spár gera ráð fyrir að lægðin verði 8 til 12 hPa grynnri en fyrri spár. Eins eru nýustu spárnar 1 til 3 gráðum kaldari, en á móti verður ekki veðurhæðin eins mikil, þannig að heildaráhrifin verða svipuð með tilliti til slyddu og snjókomu til fjalla.
NA-land sleppur líklega sæmilega þar sem vindátt verður úr vestri og því ekki líkur á mikilli úrkomu, nema þá tímabundið seinnipart nætur aðfaranótt laugardags.