Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. október. 2013 12:01

Sauðamessan á morgun í Borgarnesi

„Þeir eru margir sem eiga þakkir skildar og lögðu okkur lið. Svo vonum við bara að fólk fjölmenni á Sauðamessuna og ekki síst á ballið um kvöldið, enda er þar á ferðinni ein besta og skemmtilegasta ballhljómsveit landsins,“ segir Hlédís Sveinsdóttir aðal umsjónarmaður Sauðamessunnar í Borgarnesi þetta árið. Messan verður haldin í Skallagrímsgarði á morgun, laugardag.  Í yfirskrift dagskrár segir að þar muni sauðsvartur almúginn skvetta úr klaufunum. Sauðamessunni lýkur með balli í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi. Hvanndalsbræður leika þar fyrir dansi fram á nótt. Sætaferðir verða með Sæmundi frá planinu við Olís, en keyrt er um Bjargsland og til baka.

Hlédís er ekki óvön að stússast í kringum Sauðamessuna, ásamt þeim Gísla Einarssyni og Bjarka Þorsteinssyni forustusauðunum, sem höfðu sig minna frammi nú en áður en Hlédís segist samt hafa notið áfallahjálpar frá þeim. Hún segir dagskrána núna ekki ósvipaða og áður. Sauðamessan byrjar eins og jafnan á því að lausafé frá Geira bakara og fleiri hobbýbænda í Borgarnesi er rekið frá dvalarheimilinu Brákarhlíð niður í rétt við Skallagrímsgarð. Þar byrjar hátíðardagskrá klukkan 14 og í ár er það gæðingadómarinn og sauðfjárbóndinn Sigrún Ólafsdóttir frá Hallkelsstaðahlíð sem verður kynnir. Síðan rekur hver dagskrárliðurinn annan. Meðal annars útgáfuteiti bókarinnar „Sauðfjárrækt á Íslandi“.

 

Möguleikhúsið verður með atriði úr barnaleikritinu „Ástarsaga á fjöllum. Jóhanna María Sigmundsdóttir formaður ungra bænda og þingmaður segir nokkur vel valin orð. Þá mun hún einnig keppa í læraáti við formann Landssambands sauðfjárbænda og fleiri, áður en formaðurinn flytur hátíðaræðu (komi hann upp orði).

 

Tónlistaratriði verða í boði sem og kjötsúpa sem Bifhjólafjelagið Raftarnir býður upp á, en þar er reyndar um sjö rétta máltíð að ræða. Sérvalið og hægsoðið lambakjöt, handtíndar kartöflur og rófur frá Hraunsmúla, appelsínugular rætur, laukur frá Asíu og þurrkaðar jurtir. Þetta allt verður borið fram í íslensku bergvatnsbaði. Þá verður Sauðamessumarkaðurinn að sjálfsögðu á sínum stað og Skátafélag Borgarness verður með vöfflu- og veitingasölu í skátatjaldi í Skallagrímsgarði. Að sögn Hlédísar var einmitt núna sem áður leitað mikið eftir þátttöku félagasamtaka í Sauðamessunni.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is