Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. október. 2013 09:20

Hval rak á land á Mýrunum

Tilkynnt var síðastliðinn mánudag til lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum um dauðan og rotnandi skíðishval á fjöru í landi Lambastaða á Mýrum. Bóndi á næsta bæ gekk fram á hvalshræið í fjörunni þar sem hann var að huga að fé. Lögreglan fór á staðinn og kannaði aðstæður. Hvalurinn sem er um 18 metra langur hafði sýnilega verið dauður í fjörunni í nokkurn tíma.

Að mati lögreglu hefur hvalinn trúlega rekið þarna upp í síðasta stórstreymi og suðvestan stormi. Ekki er ólíklegt að hann hafi einmitt rekið á land í sama óveðrinu og búrhvalinn rak á land í Suðurey úti af Löngufjörum og sagt var frá í Skessuhorni í síðustu viku. Höfðu menn á orði að það yrði trúlega auðvelt að vinna á tófunni í vetur þegar hún færi að sækja í „ilmandi skrokkinn“ í landi Lambastaða. Áður hefur hvali rekið á fjörur fyrir Lambastaðalandi. Meðal annars fyrir rúmum aldarfjórðungi þegar rak stóran hval nærri bæjarhúsunum. Þá sagði í tilkynningu frá lögreglu á þriðjudag að tilkynning hefði borist um annan minni hval rekinn undan Miðhúsum á Mýrum og sé verið að kanna þann hvalreka betur. 

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is