Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. október. 2013 05:09

Kristján Loftsson mjög sáttur eftir vertíð

Hvalvertíð ársins 2013 lauk um liðna helgi og veiddust 134 langreyðar á vertíðinni. Forstjóri Hvals hf. segist mjög sáttur með vertíðina þó að ekki hafi tekist að veiða 20 hvali af heildarkvótanum sem var 154 dýr. Veðurfar var rysjótt í sumar með tíðum lægðagangi sem truflaði veiðarnar.

 

Tveir bátar stunduðu veiðarnar. Hvalur 8 var enn á miðunum þegar Hvalur 9 kom með síðustu langreyði vertíðarinnar að landi. Vonir stóðu til að skipverjum á Hvali 8 tækist að fanga hval á föstudaginn en sú ósk rættist ekki. Þar með var skipið kallað inn og kom það að bryggju í Hvalfirði á laugardagsmorgun. Með því lauk vertíðinni endanlega.

 

„Ég er mjög sáttur við vertíðina í sumar. Tíðin er búin að vera erfið. Þrátt fyrir það hættum við nú á svipuðum tíma og hér áður fyrr,“ sagði Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. þegar blaðamaður Skessuhorns leit við í Hvalstöðinni á laugardaginn.

 

Hvalur 8 lá þá við bryggju og starfsmenn önnum kafnir í vinnslu á síðasta hvalnum. Skipið hafði verið nokkra daga á miðunum djúpt vestur af landinu án þess að tækist að finna langreyði. „Það var samt mikið af hvölum á slóðinni. Þeir sáu alls um 60 steypireyðar og um 20 sandreyðar í ferðinni, en enga langreyði. Þetta er oft svona þegar líður á haustið. Þá er eins og langreyðarnar dragi sig í hlé og leiti annað þegar hinar tegundirnar koma á miðin. Kannski eru þær farnar suður á bóginn eða norður með Vestfjörðum. Þar var óveðursstrengur og því ekki hægt að leita,“ sagði Kristján.

 

Fyrsti hvalur vertíðarinnar í ár barst að landi 18. júní. Um 150 manns hafa starfað við veiðar og vinnslu í sumar, bæði í Hvalfirði, á Akranesi og í Hafnarfirði. Eigi veiðar á hrefnum og langreyðum eftir að halda áfram í atvinnuskyni næsta sumar er ljóst að núverandi ríkisstjórn verður að taka ákvörðun þar um með útgáfu nýrrar reglugerðar. „Ég hef engar áhyggjur af framtíð veiðanna,“ sagði Kristján Loftsson aðspurður um framhaldið. Allar líkur eru á að hópur manna muni starfa á vegum Hvals hf. í Hvalfirði í vetur. Þeir munu þá bæði sinna viðhaldi og endurbótum á sjálfri hvalstöðinni og íbúðahverfinu í gamla braggahverfinu að Miðsandi.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is