Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. október. 2013 10:54

Loforð um rannsóknafé dregin til baka

Framlag ríkisins til Landbúnaðarháskóla Íslands á að lækka um 24,2 milljónir á næsta ári. Þar af eru 10 milljónir króna sem skólinn fékk á síðasta ári í eingreiðslu vegna rekstrarvanda. „Þetta lítur svipað út og við bjuggumst við. Það er áframhaldandi flatur niðurskurður á þessa skóla. Helsti samdrátturinn þar til viðbótar er að það er mjög dregið saman í fyrirhuguðum fjárveitingum til rannsóknasjóða,“ segir Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri í samtali við Skessuhorn. Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að fallið verður frá nýju 200 milljón króna framlagi sem var veitt í Markáætlun á sviði vísinda og tækni samkæmt fjárlagafrumvarpi fyrir 2013. Auk þess eru 265 milljónir af 550 milljón króna fyrirhugaðri hækkun í Rannsóknasjóð dregnar til baka. Ástæður þessa niðurskurðar eru tilgreindar þær að forsendur til þessara fjárveitinga hafi brugðist vegna lækkunar sérstakra veiðigjalda á sjávarútveginn. Einnig átti að nota tekjur af arðgreiðslum og hagnað af eignasölu til að skapa aukið fjármagn til rannsókna.

 

 

Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár segir meðal annars þetta um fjárveitingar til rannsóknasjóðanna: „Endurskoðun á tekju- og afkomuhorfum ríkissjóðs við undirbúning frumvarpsins hefur leitt í ljós að forsendur þessarar fjármögnunar eru brostnar. Þar sem núverandi tekjuöflun ríkissjóðs fær ekki risið undir þessum verkefnum og ekki kemur til álita að fjármagna þau með frekari skuldasöfnun er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að fallið verði frá slíkum áformum að svo stöddu, að undanskildum tilteknum framkvæmdum sem búið er að bjóða út og skuldbinda með samningum.“ Þrátt fyrir þessar lækkanir á fjárveitingum hækkar framlag í Rannsóknasjóð um 285 milljónir króna á næsta ári og verður alls 1.135 milljónir á næsta ári. Það er þrátt fyrir allt hækkun úr 783 milljónum árið 2012. Í fjárlagafrumvarpinu eru þó gefin áhöld um að frekar verði dregið úr fyrirhuguðum aukningum í Rannsóknasjóð og Tæknisjóð á næstu árum þannig að þær verði horfnar árið 2016.

Ágúst Sigurðsson segir ljóst að þessi samdráttur í rannsóknafé muni bitna á verkefnum sem Landbúnaðaðarháskólinn hafi unnið að og horft til þó það sé of snemmt að segja nokkuð nánar um það á þessu stigi. „Síðan er rætt um sameiningu stofnana en það er allt mjög almennt orðað og ekkert fast í hendi,“ segir Ágúst.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is