04. október. 2013 10:52
Gistinætur á hótelum í landinu í ágúst síðastliðnum voru 259.800 og fjölgaði um 5% frá ágúst í fyrra. Þar af voru útlendingar sem nýttu þjónustuna í 89% tilfella. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru 15.100 gistinætur í ágúst sem er um 24% aukning frá fyrra ári. Er það langmesta aukningin af einstökum landssvæðum. Á höfuðborgarsvæðinu var aukningin 2%, á Suðurnesjum 19%, á Norðurlandi 8% og á Austurlandi 11%. Á Suðurlandi stóð fjöldinn í stað milli mánaðanna ágúst 2013 og 2012.