04. október. 2013 12:20
Þriðjudaginn 8. október næstkomandi hefst á Akranesi námskeið um uppeldi barna með einkenni athyglisbrest og/eða ofvirkni (ADHD). Tilgangur námskeiðsins er að fræða foreldra um áhrif ADHD á tilveru barna og kynna uppeldisaðferðir sem hafa reynst gagnlegar. Mælt er með því að foreldrar mæti báðir. Námskeiðið er hluti af verkefni á vegum Akraneskaupstaðar, sem styrkt er af velferðarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélga. Námskeiðið er 12 klukkustundir og er kennt einu sinni í viku sex skipti samtals, í tvo tíma í senn. Kennt er á þriðjudögum nema fyrstu vikuna, þá er kennt bæði þriðjudag og fimmtudag.
Hver þátttakandi greiðir 2.500 krónur. Leiðbeinendur eru Sigríður Kr. Gísladóttir og Sigurveig Sigurðardóttir. Námskeiðið verður haldið í fundarsal Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (fyrstu hæð), Merkigerði 9 og hefst þriðjudaginn 8. október kl. 19:30.
Skráning fer fram í tölvupósti: sigurveig.sigurdar@akranes.is Vinsamlegast skráið ykkur í síðasta lagi föstudaginn 4. október. Skrá þarf nafn þátttakenda og aldur barns.
-fréttatilkynning