09. október. 2013 08:01
Loftorka Borgarnesi ehf. kemur að byggingu hluta nýs 80 herbergja hótels sem byrjað er að reisa í landi Arnarvatns í Mývatnssveit. Loftorka byggir þjónusturými hótelsins en fluttar verða inn norskar einingar í herbergi þess. Byggingin er um þrjú þúsund fermetrar og verður látin heita Hótel Laxá, enda er hún skammt frá einum fegursta stað Íslands þar sem Laxáin rennur úr Mývatni.