09. október. 2013 09:01
Síðasta mánudagskvöld skrifaði Zachary Jamarco Warren undir samning við Körfuknattleiksfélag ÍA um að leika með félaginu á komandi leiktíð. Samið hafði verið áður við Bandaríkjamanninn Roderick Wilmont en hann komst ekki til félagsins af persónulegum ástæðum. Skagamenn þurftu því að hafa hraðar hendur við að finna erlendan leikmann fyrir veturinn og bárust þær fréttir að Zachary hefði sama dag verið leystur undan samningi hjá Snæfelli og væri á heimleið. Hann sló til og kíkti á æfingu hjá KFÍA á leið til Keflavíkur. Þjálfara, leikmönnum og stjórn KFÍA leist vel á það sem Zachary hafði upp á að bjóða og eftir æfinguna varð það úr að skrifað var undir samning út tímabilið. Hann flýgur því ekki áleiðis til Bandaríkjanna eins og til stóð heldur fór hann með töskur sínar í ný heimkynni á Akranesi. Einnig endurnýjuðu flestir leikmenn liðsins samninga sína við félagið ásamt því að Áskell Jónsson skrifaði undir samning við en hann verður spilandi þjálfari hjá liðinu í vetur.
Sjá nánar um körfuboltann á Akranesi, Borgarnesi og Stykkishólmi í Skessuhorni sem kom út í dag.