Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. október. 2013 09:01

Bandaríkjamaðurinn Zachary Jamarco Warren til KFÍA

Síðasta mánudagskvöld skrifaði Zachary Jamarco Warren undir samning við Körfuknattleiksfélag ÍA um að leika með félaginu á komandi leiktíð. Samið hafði verið áður við Bandaríkjamanninn Roderick Wilmont en hann komst ekki til félagsins af persónulegum ástæðum. Skagamenn þurftu því að hafa hraðar hendur við að finna erlendan leikmann fyrir veturinn og bárust þær fréttir að Zachary hefði sama dag verið leystur undan samningi hjá Snæfelli og væri á heimleið. Hann sló til og kíkti á æfingu hjá KFÍA á leið til Keflavíkur. Þjálfara, leikmönnum og stjórn KFÍA leist vel á það sem Zachary hafði upp á að bjóða og eftir æfinguna varð það úr að skrifað var undir samning út tímabilið. Hann flýgur því ekki áleiðis til Bandaríkjanna eins og til stóð heldur fór hann með töskur sínar í ný heimkynni á Akranesi. Einnig endurnýjuðu flestir leikmenn liðsins samninga sína við félagið ásamt því að Áskell Jónsson skrifaði undir samning við en hann verður spilandi þjálfari hjá liðinu í vetur.

 

Sjá nánar um körfuboltann á Akranesi, Borgarnesi og Stykkishólmi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is