15. október. 2013 10:01
Davíð Þór Jónsson guðfræðingur er einn umsækjenda um embætti sóknarprests í Staðastaðarprestakalli. Davíð Þór er fæddur 5. janúar 1965 og lauk kandídatsprófi í guðfræðí haustið 2011. Lokaritgerð hans í guðfræði nefnist: „Andskotans helvíti – Satan og híbýli hans í boðskap Jesú frá Nasaret.“ Sambýliskona Davíðs er Þórunn Gréta Sigurðardóttir, fædd 1981. Davíð Þór hefur komið víða við, en lengst af starfað við fjölmiðla, bæði útvarp, sjónvarp og prentmiðla. Hann hefur einnig fengist við leiklist og uppistand. Sem stendur er Davíð sjálfstætt starfandi þýðandi auk þess að annast biblíufræðslu á fermingarnámskeiðum í Vatnaskógi. Davíð hefur opnað heimasíðu þar sem hann kynnir sig og áherslur sínar. Slóðin er davidthor2013.wordpress.com. Davíð Þór býður öllum sóknarbörnum í prestakallinu í kvöldkaffi á Gistihúsinu Langaholti fimmtudaginn 24. október kl. 20:00 til að spjalla saman og svara spurningum.
-fréttatilk.