15. október. 2013 09:36
Í lok þriðja ársfjórðungs þessa árs bjuggu 325.010 manns hér á landi, 163.000 karlar og 162.010 konur. Landsmönnum fjölgaði um 1.200 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborgarar búsettir á landinu voru 22.760. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 208.210 manns en 116.800 á landsbyggðinni, eða 36% íbúa.