16. október. 2013 06:00
Göngufólk fann í sumar aldagamla sylgju ofan við bæjarhúsin í Húsafelli í Borgarfirði. Sylgjan fannst í moldarbarði og telst vel varðveitt miðað við aldur. Í fyrstu var talið að sylgjan væri frá 15. eða 16. öld en nú eru uppi kenningar um að hún geti verið minnst hundrað árum eldri eða frá tímabilinu 1250 til 1400.
Sé hún svo gömul hafa menn velt upp þeim möguleika að þarna sé komin skrautsylgja Snorra Sturlusonar, sem hann bar um háls sér eins og sést á styttunni sem Gustaf Vigeland gerði af honum og stendur í Reykholti. Hafi hún eðli málsins samkvæmt fallið af þegar Snorri varð höfðinu styttri þegar menn Gissurar Þorvaldssonar gerðu innrásina í Reykholt 1241.
Nánar er greint frá þessum merka fornleifafundi í Skessuhorni sem kemur út í dag.