Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. október. 2013 09:00

Tap á strætóferðum á Vesturlandi var 17 milljónir á fyrsta rekstrarári

Bókfært tap á strætisvagnaferðum um Vesturland á fyrsta rekstarári í samræmi við samning sem gerður var við Strætó bs nam tæpum 17 milljónum króna samkvæmt þeim upplýsingum sem Skessuhorn hefur aflað hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV). Það rekstrarár hófst 1. september 2012 og lauk 31. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum forsvarsmanna verkefnsins er unnið að lausn vandans þar sem menn eru einhuga um að finna lausnir, því almenn ánægja sé með strætóferðirnar.

„Hugur SSV stendur ekki til að hætta rekstri almenningssamganga á Vesturlandi. Vandamál hafa komið upp varðandi einkaleyfi og dregið hefur verið úr niðurgreiðslum á olíugjaldi sem veikir rekstrargrundvöll kerfisins,“ segir í tilkynningu sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi sendu út síðdegis í gær vegna fréttaflutnings um óvissu varðandi framhald almenningssamgagna á Vesturlandi. 

 

Í tilkynningu SSV segir að leitað sé leiða með samstarfsaðilum til að finna lausnir, í þeim tilgangi að hægt verði að þróa leiðakerfið áfram og bæta þjónustu við íbúa á svæðinu enn frekar. Þar segir einnig að landshlutasamtök sveitarfélaga, sem SSV er hluti af, hafi samning við Vegagerðina varðandi rekstur verkefnisins til næstu sex ára. Það kerfi tók gildi 1. september á síðasta ári og sé mikil framför í þjónustu við íbúa á svæðinu frá Akranesi og allt til Akureyrar. Ríki almenn ánægja íbúa og notenda almenningssamgangakerfisins með þjónustuna, segir í tilkynningunni.  

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is