Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október. 2013 11:55

Ónákvæm bókun um heimasmölun

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar 17. október sl. var rætt um smalamennsku í heimalöndum í sveitarfélaginu. Gerð var eftirfarandi bókun: „Rætt um smölun á Skarðshamarslandi. Samþykkt að heimila sveitarstjóra að láta smala landið á kostnað fjáreigenda.“ Bændur sem lásu þessa bókun á vef Borgarbyggðar urðu klumsa og fullyrtu að ef rétt væri bókað væri um tímamótaákvörðun byggðarráðs að ræða sem aukin heldur stæðist ekki lög. Málið var hins vegar snarlega upplýst þegar Skessuhorn leitaði til Páls S Brynjarssonar sveitarstjóra, sem sagði: „Þetta voru mistök við bókun. Þarna átti að standa landeigenda en ekki fjáreiganda,“ sagði Páll og baðst afsökunar á þessum mistökum sem formlega verða leiðrétt í fundargerð sveitarstjórnar. Það hefur því ekkert breyst í þeim efnum að heimalönd verða áfram smöluð á kostnað landeigenda í Borgarbyggð hér eftir sem hingað til.  

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is