22. október. 2013 11:50
Þessa dagana er verið að ljúka vinnu við að hreinsa upp leifarnar af þjálfunaraðstöðu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á útiæfingasvæði sem samtökin höfðu til umráða í gömlu Lóranstöðinni á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Þar með hafa ummerki eftir almannavarna- og björgunarskóla Landsbjargar á svæðinu verið fjarlægð og skólinn þar heyrir sögunni til. Þetta finnst ýmsum sárt, ekki síst þeim sem börðust fyrir uppbyggingu skólans á Gufuskálum á sínum tíma. Á sama tíma og aukinn áhugi er fyrir björgunarmálum, m.a. í framhaldsskólum landsins og með auknum verkefnum björgunarsveitafólks, þykir niðurrif björgunarskólans vera tímaskekkja.
Nánar er fjallað um málið í Skessuhorni sem kemur út á morgun.