22. október. 2013 01:33
Í gærkveldi var fjórði upphitunartvímenningur Briddsfélags Borgarfjarðar spilaður í Logalandi. Aðeins átta pör mættu til leiks en það kom ekki í veg fyrir harða baráttu. Hvanneyringarnir Sveinbjörn og Lárus voru í feiknastuði og skoruðu 65%, Þórir og Kristján virðast vera búnir að samstilla sig að mestu og urðu í öðru sæti með tæplega 55% skor, þriðja sætinu deildu svo Guðmundur og Elín, annars vegar, og Eyjólfur og Magnús, hins vegar, með 51% skor. Þegar öll smáatriði voru krufin kom í ljós að Guðmundur og Elín höfðu unnið innbyrðis viðureignina. Næsta mánudag verður fimmti og síðasti upphitunartvímenningurinn en sjálfur Aðaltvímenningur BB hefst svo annan mánudag.
-fréttatilk.