22. október. 2013 04:32
Elín Salóme Guðmundsdóttir, guðfræðingur og kennari, er ein átta umsækjenda um stöðu sóknarprests á Staðarstað. Elín Salóme lauk embættisprófi í guðfræði í júní 2012. Hennar kjörsvið innan guðfræðinnar er guðfræðileg siðfræði með áherslu á fjölskyldusiðfræði þar sem hún hefur lagt áherslu á börn í erfiðum aðstæðum og sýn guðfræðinnar á arfleið og umhverfi óvígðrar sambúðar nútímans. Hún hefur starfað við kennslu í tæpa þrjá áratugi og hefur mikla reynslu af því að starfa með börnum og unglingum. Hún starfar nú við Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Elín Salóme hefur jafnframt tekið virkan þátt í starfi kirkjunnar undanfarinn áratug m.a. sem leiðbeinandi á Alfa námskeiðum, leiðbeinandi í foreldra- og barnastarfi kirkjunnar og sungið í kirkjukór. Elín Salóme segir að fyrir sér sé manneskjan, í öllum sínum fjölbreytileika, mikilvægasta viðfangsefni prests á hverjum stað. „Presturinn er þjónn, hann er þjónn Guðs og kirkjunnar við Guð sjálfan, söfnuðinn og samferðarfólk. Hann er þjónn mannsins og lífsins, lífs hans í öryggi, kærleika, friði og sátt,“ segir Elín Salóme.
Elín Salóme heldur úti vefsíðunni www.elinsalome.is þar sem hægt er að kynnast betur sýn hennar á kirkju og stafnaðarstarf á Staðastað.
-fréttatilkynning