25. október. 2013 09:20
Svo virðist sem hálka eða hálkublettir séu nú í morgun á vegum um mest allt landið. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir um vestanvert landið að hálka er nú á Holtavörðuheiði, Vatnaleið og á veginum milli Vegamóta og Heydalsvegar, en hálkublettir eru á Fróðárheiði, Bröttubrekku og í Borgarfirði. Á Vestfjörðum er snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum en hálka eða hálkublettir á nokkrum fjallvegum. Ófært er um Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði en þær verða að öllum líkindum hreinsaðar í dag. Þæfingsfærð er úr Bjarnarfirði norður í Árneshrepp.