28. október. 2013 12:01
Spurningaþátturinn Útsvar fór fram í Ríkissjónvarpinu sl. föstudagskvöld. Þar áttust við keppnislið Seyðisfjarðar og Akraneskaupstaðar. Lið Skagamanna var líkt og í fyrra skipað þeim Valgarði Lyngdal Jónssyni og Þorkeli Loga Steinssyni, en í forföllum Sigurbjargar Þrastardóttu,r mætti Þórunn Vilborg Guðbjartsdóttir kennari við Brekkubæjarskóla. Skagamönnum gekk ágætlega í þættinum og tryggðu sér keppnisrétt í næstu umferð með 57:50 sigri. Til hamingju með það.