28. október. 2013 03:13
Samkvæmt frétt á vef breska dagblaðsins The Guardian virðist Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands nú í þann mund vera að leggja af stað í leiðangur til að fara á fund breskra stjórnvalda til að afla fjár svo leggja megi rafstreng til orkusölu frá Íslandi til Bretlandseyja. Fundurinn er á vegum Landsvirkjunar og fleiri aðila.
Sturla Böðvarsson fyrrum þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Vesturlandi, ráðherra og forseti alþingis virðist ekki hrifinn af þessum hugmyndum. Í pistli á vefnum Pressan skrifar Sturla að ekki komi til greina að selja Bretum rafmagn eins og sakir standi í dag.
Í pistli sínum skrifar Sturla Böðvarsson meðal annars;
„Á þessum fundi ætti forsetinn hinsvegar að tilkynna Bretum að þeir fái einungis keypta orku um sæstreng ef þeir bæti okkur að fullu það tjón sem þeir bökuðu okkur með með því að beita hryðjuverkalögum þegar Íslenska þjóðin var í vanda haustið 2008. Sú aðgerð stjórnar breska Verkamannaflokksins er trúlega einstök í samskiptum „vina“þjóða. Nota þarf hvert tækifæri sem gefst til þess að minna Breta á þá ótrúlegu aðgerð.“
Með því að smella hér má lesa pistil Sturlu Böðvarssonar.