30. október. 2013 05:01
Í kvöld, miðvikudaginn 30. október kl. 20:00, verður Vökudögum, menningarhátíð Akurnesinga formlega hleypt af stokkunum með spurningaleik eða pub-quiz um efni úr Sögu Akraness. Spyrill kvöldsins verður Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og henni til aðstoðar verður Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafsins á Akranesi. Spurningakeppnin er haldin í Stúkuhúsinu á Safnasvæðinu að Görðum og hefst kl. 20.00. Spurningarnar eru byggðar á fyrstu tveimur bindum af Sögu Akraness sem kom út árið 2011 ásamt fróðleik úr Árbókum Akraness, fjölmiðlaumfjöllun og munnlegri geymd.
Dagskrá Vökudaga má nálgast á heimasíðu Akraneskaupstaðar.
-fréttatilkynning