01. desember. 2004 05:24
Nýlega greindum við frá því að gríðarstór lottóvinningur hafi komið á Akranes, alls um 37 milljónir króna. Nánast jafn há upphæð kom á svipaðar slóðir í síðustu viku þegar dregið var út aðalvinningsnúmerið í Heita potti Happdrættis Háskóla Íslands fyrir nóvembermánuð, en vinningurinn kom á miða númerið 2308. Tvær konur reyndust eiga miða með því númeri. Önnur þeirra, búsett í Borgarfirði, átti trompmiða auk tveggja einfaldra miða á sama númer og fékk hún því samanlagt hvorki meira né minna en 36,4 milljónir króna í sinn hlut. Eins og fyrr, þegar svo stórir vinningar eru dregnir út, er ekki gefið nánar upp hver vinningshafinn er. Engu að síður; til hamingju með þann stóra, kona í Borgarfirði!