03. desember. 2004 10:23
Síminn og Skjár einn standa þessa dagana fyrir hópferð á Snæfellsnes þar sem fyrirtækin kynna nýja þjónustu, þ.e. dreifingu 10 sjónvarpsrása með ADSL búnaði. Meðal stöðva sem þannig má ná má nefna Skjá einn, enska boltann og Ríkissjónvarpið, auk 7 erlendra rása. Skemmtanir eru haldnar á hverjum stað. Í gær voru um 100 manns á skemmtun í Stykkishólmi og nú er rútan á leið til Ólafsvíkur og mun á morgun fara til Grundarfjarðar með starfsmenn Skjásins og Símans.