Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. desember. 2013 10:32

Hafa komið upp leitarsíðu vegna Vodafone lekans

Fimm einstaklingar hafa smíðað leitarsíðu á netinu þar sem almenningur getur athugað hvort viðkvæmar upplýsingar tengdar því viðkomandi seú hluti af Vodafone upplýsingalekanum. Með afar einföldum hætti getur fólk skráð ýmist kennitölu, símanúmer eða netfang. Þeir sem standa á bakvið síðuna heita Baldur Már Helgason, Benedikt Valdez Stefánsson, Kristján Ingi Mikaelsson, Ólafur Örn Nielsen og Vignir Jónsson. „Tilgangur síðunnar er að aðstoða fólk við að kanna hvort upplýsingar um það hafi verið á meðal stolnu gagnanna frá Vodafone. Viðkvæmar upplýsingar eru hvorki birtar á síðunni né geymdar í gagnagrunnum hennar. Hafirðu frekari spurningar bendum við þér á að hafa samband við Vodafone,“ segja þeir félagar í kynningu en þeir segjast ekki tengjast Vodafone á neinn hátt.

 

 

 

„Einungis er leitað í þeim gögnum sem stolið var af Vodafone og lekið var á netið. Áður en gögnum er hlaðið inn í leitargrunninn er viðkvæmum upplýsingum svo sem innihaldi sms skilaboða eytt svo einungis er hægt að kanna hvort gögn eru fyrir hendi eða ekki. Búið er að hlaða inn stærstum hluta gagnanna á leitarsíðuna. Fjöldi skráa með persónuupplýsingum var lekið og unnið er í því að greina þau og hlaða þeim öllum inn. Við hvetjum þig til að leita aftur á næstu dögum viljirðu ganga úr skugga um að persónuupplýsingar þínar séu ekki að finna í gögnunum sem var lekið,“ segja aðstandendur upplýsingasíðunnar.

 

 

 

Hér er bein slóð á síðuna

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is