01. desember. 2013 10:45
Í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun segir að vegir séu nú auðir um allt sunnanvert landið en annars staðar er víða nokkur vetrarfærð. Á Vesturlandi er autt á láglendi en hálkublettir og óveður er á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Laxárdalsheiði, Fróðárheiði og á Vatnaleið þar sem einnig er þoka. Snjóþekja og éljagangur er á Bröttubrekku en krapi á Svínadal. Samkvæmt veðurspá verður hlýtt í dag en tekur að kólna á landinu í kvöld og nótt. Næstu daga er spáð umhleypingum og er fólk hvatt til að fylgjast vel með spám hyggi það á ferðalög.