03. desember. 2013 05:14
Nú er hægt að lesa Aðventublað Skessuhorns á netinu. Blaðið kom út í síðustu viku. Því var dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki á Vesturlandi, sunnanverðum Vestfjörðum, Ströndum og í Vestur Húnavatnssýslu. Vegna óska þar um bætum við nú um betur og gerum það aðgengilegt fyrir restina af heimsbyggðinni. Blaðið er 80 síður. Sérstök áhersla er í blaðinu um ungt og athafnasamt fólk á Vesturlandi. Alls eru viðtöl við rúmlega 40 þeirra í þessu efnismikla blaði. Unga fólkir sýnir glöggt að landshlutinn býr yfir miklum mannauði.
Nú geta allir lesið þetta blað í gegnum netið. Það er tilvalið og auðvelt að deila því til vina og vandamanna nær og fjær gegnum tölvupóst, fésbók, twitter eða á annan hátt.
Smellið á forsíðuna hér fyrir neðan til að fletta blaðinu og lesa:
