Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. desember. 2013 03:01

Segir verulega fækkun nemenda fyrirsjáanlega í framhaldsskólunum

Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi hefur gengið í gegnum nokkrar breytingar. Nemendum fækkaði við skólann þegar tveir aðrir framhaldsskólar voru settir á fót á Vesturlandi; Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði 2004 og Menntaskóli Borgarfjarðar í Borgarnesi 2006. Í dag eru um 85% af nemendum Fjölbrautaskóla Vesturlands frá Akranesi og úr Hvalfjarðarsveit. Atli Harðarson skólameistari FVA segir í viðtali sem birtist við hann í Skessuhorni i dag að skólinn hafi þurft að glíma við stöðugar niðurskurðarkröfur eftir að kreppan skall á fyrir fimm árum. Því hafi verið mætt með aðhaldi og sparnaði. Ekki er lengur boðið upp á dýrustu valáfangana sem áður voru við skólann. Það voru fög sem kveiktu oft áhuga nemenda á því að leggja fyrir sig frekara nám í iðn- og tæknigreinum.

 

 

Gengið á brottfall liðinna ára

 

Atli skólameistari segir að framhaldsskólakerfið í landinu eigi spennandi en jafnframt nokkuð óvissa tíma framundan. „Það er erfitt að sjá hvað gerist. Menntamálaráðherra boðar styttingu náms á framhaldsskólastigi. Það þýðir að framhaldsskólarnir minnka. Það þarf að hafa minna umleikis til að kenna þremur árgöngum en fjórum. Annað sem ég held að muni gerast á næstu árum er að það mun væntanlega fækka talsvert í hópi fullorðinna nemenda í framhaldsskólunum, ekki aðeins hér á Akranesi heldur á landsvísu. Núna eru u.þ.b. sex og hálfur árgangur innritaður í framhaldsskólana. Ef það eru um fjögur þúsund í árgangi þá er það um 26 þúsund nemendur. Skýringin á þessu er að í skólunum nú er mikið af fullorðnu fólki sem af ýmsum ástæðum kláraði ekki framhaldsskóla þegar það var unglingar. Þau eru að vinna það upp núna. Skólakerfið er nú að ganga mjög hratt á það sem kalla má brottfall liðinna ára. Núna útskrifast árlega um 130% af fjölda í dæmigerðum árgangi eða hátt í 6000 manns. Í Fjölbrautaskóla Vesturlands hafa um 20% verið nemendur sem eru fullorðið fólk. Þegar þessi kúfur verið tekinn niður og flestir þeirra fullorðnu sem vilja framhaldsskólamenntun hafa orðið sér út um hana, þá horfum við fram á að framhaldsskólarnir verði nær eingöngu með unglinga.“

 

Sjá ítarlegt viðtal við Atla í Skessuhorni sem kom út í dag.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is