05. desember. 2013 06:01
Áætlað er að framkvæmdum við stækkun tengivirkis Landsnets á Vatnshömrum í Borgarfirði ljúki í janúar á næsta ári. Að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets mun stækkunin auka afhendingaröryggi raforku á Vesturlandi og eiga notendur ekki að verða fyrir neinum truflunum meðan á framkvæmdum stendur. Með stækkun tengivirkisins á Vatnshömrum eykst bæði flutningsgeta kerfisins á Vesturlandi og afhendingaröryggi raforku eykst. Verkefnið felst í því að koma fyrir öðrum 132/66 kV spenni í tengivirkinu og einnig er settur upp nýr rofabúnaður ásamt stjórn- og varnarbúnaði. Það er umfangsmesti og dýrasti hluti verkefnisins og hljóðar kostnaðaráætlun samtals upp á um 180 milljónir króna.
Sjá nánar frétt í Skessuhorni vikunnar.