Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. desember. 2013 07:01

Framleiðir blómaáburð úr þangi

Einstaklingar á Reykhólum hafa reynt að skapa sér atvinnu og tekjur úr klóþangi sem Þörungaverksmiðjan vinnur stærstan hluta sinnar framleiðslu úr. Guðjón D Gunnarsson er einn þeirra en hann vinnur úr þanginu blómaáburðinn Glæði. Guðjón setti framleiðsluna á markað um aldamótin síðustu og segir að salan hafi vaxið talsvert síðustu tvö til þrjú árin. Fyrstu árin hafi hann verið að selja um tonn á ári. Í ár verður salan um sex tonn. Glæðir er að langstærstum hluta að fara til heimila sem nota áburðinn á stofublóm. Guðjón vill meina að blómaáburðurinn henti sérstaklega vel til notkunar í vökvunarkerfi í gróðurhúsum og á golfvöllum. Erfiðlega hafi gengið að markaðssetja vöruna fyrir stórnotendur. Guðjón segir að Glæðir sé ríkur af snefilefnum, svo sem steinefnum. Hann sé góður í að styrkja plöntur og henti vel á snöggan gróður svo sem á golfvöllum og í gróðurhúsum. Stóru áburðarefnin, köfnunarefni, fosfór og kalí þurfi þar sem sprettan eigi að vera mikil.

 

Sjá nánar spjall við Guðjón í Skessuhorni vikunnar.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is