06. desember. 2013 09:15
Í annað sinn verður efnt til aðventurölts um gamla bæinn í Borgarnesi og fer það fram að þessu sinni fram í kvöld frá klukkan 18-23. Þá munu verslanir og þjónustuaðilar í gamla bænum opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi, kynna starfsemi sína, bjóða upp á tilboð á vörum eða þjónustu og jafnvel efna til skemmtilegra viðburða af einhverju tagi. Hugmyndin með röltinu er að fagna aðventunni en um leið að kynna þá fjölbreyttu starfsemi sem er að finna í gamla bænum í Borgarnesi. Í fyrra heppnaðist aðventuröltið vel og þótti því einboðið að halda það aftur í ár. Þeir aðilar sem taka þátt munu verða með logandi friðarkerti við sitt húsnæði og vonast aðstandendur viðburðarins til að sjá sem flesta á rölti um bæinn í kvöld.