05. desember. 2013 04:19
Næsta sólarhring er spáð norðlægri vindátt, 5-10 m/s en 8-15 austan- og suðaustan til fram á kvöld. Víða verður léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert en él og skafrenningur norðaustan til. Hægari og úrkomuminna norðan- og austan til á morgun föstudag en austlæg átt 5-10 og þykknar upp sunnan- og vestan til. Annað kvöld hvessir syðst á landinu og fer að snjóa þar. Frost víða 5 til 15 stig og kaldast inn til landins. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér verður mjög kalt í nótt, eða allt upp í 26 gráður á hálendinu en víða upp undir 20 stigin inn til landsins.
Klukkan 16 í dag var kaldast á Vesturlandi í Húsafelli, 21 gráða, en 17 gráðu frost á Hvanneyri.