06. desember. 2013 11:00
Salóme Guðmundsdóttir veflistarkona á fimmtíu ára starfsafmæli um þessar mundir. Af því tilefni heldur hún vinnustofusýningu í kjallara Grensáskirkju í Reykjavík um þessar mundir. Salóme, eða Sallý eins og hún er gjarnan kölluð, bjó á Akranesi um áratuga skeið en fluttu til Reykjavíkur aldamótaárið. Hún sagði blaðamanni frá því helsta í starfi sínu. „Þetta er í annað sinn sem ég held sýningu hér í kirkjunni, ég var líka með eina í fyrrahaust. Ég hef bara boðið vinum og kunningjum, sem koma svo aftur með vini sína og þannig hefur þetta spurst út,“ segir hún.
Sjá viðtal við Salome í Skessuhorni vikunnar.