08. desember. 2013 12:04
Hiti er nú smám saman að færast upp fyrir frostmark á láglendi, fyrst vestantil á landinu og síðar í dag einnig fyrir norðan og austan. Flughálka verður víða við þessar aðstæður þar sem þjappaður snjór er fyrir á vegum. Á fjallvegunum um mest allt land er hins vegar spáð éljum að snjómuggu. Suðvestanlands fram yfir hádegi með skafrenningi og blindu. Á Vesturlandi er nú hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum. Hálka og éljagangur er á Bröttubrekku en snjóþekja og snjókoma á Holtavörðuheiði. Þungfært og stórhríð er á Fróðárheiði.