09. desember. 2013 05:56
Á láglendi vestan- og norðan til á landinu hefur hiti nú víða verið yfir frostmarki og vegir blautir. Það frystir með kvöldinu með vaxandi hálku um leið og vind hægir og dregur úr éljum suðvestan til. Það léttir til annars staðar en suðaustan- og austanlands þar sem reiknað er með snjómuggu eða slyddu í hægum vindi frá því seint í kvöld.