10. desember. 2013 01:08
Í gærkveldi spiluðu félagar í Briddsfélagi Borgarfjarðar léttan tvímenning í Logalandi. Þátttaka var með ágætum miðað við árstíma, 13 pör. Stefán og Sigurður Már voru í vígahug eftir að tapa af verðlaunum í aðaltvímenningnum og unnu mótið nokkuð sannfærandi með 59,5%. Sveinn og Flemming komu næstir með 56,7% og þriðju urðu bræðurnir Guðmundur og Unnsteinn Arasynir með 56,2%.
Næst verður spilað á föstudagskvöldið en þá verður hinn feikivinsæli jólasveinatvímenningur. Að vanda verður dregið saman í pör.